Bændaglíma 2019 7. September Bændaglíma er innanfélagsmót og verður spilað á laugardeginum 7 sept. Bændur verða tilkynntur á föstudagskvöldið 6 sept og þeir munu kjósa í tvö lið. 9 holu mót - púnktakeppni. Mæting í golfskála kl.11:30 og byrjað að spila kl.12:00 Skylda er að skrá sig í gegnum golf.is í mótið, síðasti skráningarfrestur er 6 sept kl.18:00!! Lokahóf og matur verður svo 14 sept. Verðlaunaafhending úr ýmsmum mótum sumarsins og auðvitað bændaglímunni sjálfri. Húsið opna 18:30 og matur ca kl.19:00 Um er að ræða flott hlaðborð sem Bjarni ætlar að græja fyrir okkur. 5.500 kr. per mann - Skyldumæting (ps. ef veðrið verður gott 14 sept þá skellum við líklega í eitt ganni mót, nánari upplýsingar síðar)