YTRI-á OPEN golfmót Mótið er haldið til fjáröflunar á ritun sögu Sigurbjörns Finns Björnssonar og Mundínu Freydísar Þorláksdóttur á Ytri-Á Kleifum. Mótið er hugsað fyrir afkomendur Mundínu og Finns og aðilum þeim tengdum. Þetta er tilvalið mót fyrir þá sem eru að byrja í golfi sem og lengra komna. Mótið hefst kl. 13 og verður ræst út af öllum teigum. Spilað verður Texas Scramble fyrirkomulag - þrír í liði (geta verið færri). Áhugaverð verðlaun í boði og þátttökugjald valkvætt! Þeir sem eru ekki í golfklúbbi geta sent tölvupós á huldugil17@gmail.com til að skrá sig eða haft samband við Jón Birgi í síma 844-3803.