Laugardaginn næstkomandi, 12. október, fer fram fyrsta vetrarmót vetrarins. Mótin hafa verið fastur liður í Mosfellsbænum til fjölda ára og skapað vettfang til að hittast og spila eða bara að til að fá sér kaffisopa með golfélögunum.
Á laugardaginn munum við ræsa út frá Vélaskemmunni. Keppt er í punktakeppni m/forgjöf og höggleik án forgjafar og verða þátttakendur að hafa löggilda forgjöf og vera félagar í GM til þess að geta unnið til verðlauna.
Framan af vetri er leikið utandyra eða eins lengi og veður leyfir. Ef aðstæður bjóða ekki upp á að spilað sé utandyra er haldið inn í vélaskemmu og púttað. Það verður því nóg um að vera á laugardögum fyrir félagsmenn GM í vetur, Mót vetrarins koma til með að vera sett upp á golf.is og verður tekið við skráningu þar.
Vetrarmótin eru innanfélagsmót. Mæting í mótinn er klukkan 9:00 en ræst verður út af öllum teigum klukkan 10:00. Skráning á rástíma er því eingöngu til þess að raða í holl en eins og áður sagði verða allir ræstir út klukkan 10:00.
Verðskrá fyrir félagsmenn Vetrarflatir: 500 kr Sumarflatir: 1.000 kr
Mikilvægt er að þátttakendur gangi vel um völlinn. Lagi boltaför og gangi frá torfusneplum í kylfuför. Nú þegar veturinn nálgast skiptir miklu máli að vellinum sé sýnd virðing því allt sem við gerum núna í haust mun hafa áhrif á ástand vallarins næstkomandi vor.