Hola | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | Alls | CR/Slope |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Gulir | 330 | 210 | 175 | 360 | 285 | 270 | 460 | 150 | 310 | 330 | 210 | 175 | 360 | 285 | 270 | 460 | 150 | 310 | 5100 | 68.8/114 |
Rauðir kvenna | 280 | 210 | 120 | 310 | 235 | 200 | 400 | 150 | 170 | 280 | 210 | 120 | 310 | 235 | 200 | 400 | 150 | 170 | 4150 | 67.5/110 |
Rauðir karla | 280 | 210 | 120 | 310 | 235 | 200 | 400 | 150 | 170 | 280 | 210 | 120 | 310 | 235 | 200 | 400 | 150 | 170 | 4150 | 64.5/105 |
Forgjöf | 13 | 9 | 7 | 5 | 15 | 17 | 1 | 11 | 3 | 14 | 10 | 8 | 6 | 16 | 18 | 2 | 12 | 4 | ||
Par | 4 | 4 | 3 | 4 | 4 | 4 | 5 | 3 | 4 | 4 | 4 | 3 | 4 | 4 | 4 | 5 | 3 | 4 | 70 |
Hola1 Fyrsta hola er bein 330 m löng og nokkuð hættulitil, þægileg í upphafi leiks. Hola 2 Önnur hola er stutt par 4 (210 m) en flötin stendur á barði mun lægra en teigur og eru menn komnir í veruleg vandræði ef högg inn á flöt er ekki markvisst. Hola 3 Sú þriðja er löng par 3 og er 175 m löng og upphafshöggið þarf að vera nákvæmt því brautin er lítil (un 20 m) nokkru hærra en teigur. Hola 4 Fjórða holan er par 4 360 m, og er ?blind? þ.e. hvorki flöt né flagg sjást frá teig og hérna gildir bara að vera beinn í höggum. Hola 5 Fimmta er þröng par 4 og er 285 m löng og flötin er á bakvið dálítinn hól og vallarmörk til beggja handa. Hola 6 Sjötta holan er par 4 og er 270 m löng og liggur í sveig, flötin sést vel af teig en einungis lítill hluti brautar. Hola 7 Sjöunda holan er eina par 5 á vellinum og er hún 460 m löng, bein með vallarmörk til hægri handar og þrengist mjög þegar kemur að flöt. Hola 8 Áttunda holan er par 3 og er 150 m löng og líklegasta erfiðasta holan á vellinum, flötin er lítil og stendur á rofabarði og mjög mikil vandræði ef fyrsta högg geigar. Hola 9 Níunda holan er par 4 og er 310 m löng og liggur í sveig fyrir gömul útihús, en teigurinn er í gamalli malarnámu sem er ekki uppgróinn enn og ekki sést þaðan inn á flötina en hávaxnir menn geta séð í topp flaggsins.