Site Logo

Mótaraðir

Mótaraðir

STIGAMÓTARÖÐIN - "Mótaröð þeirra bestu"

Er mótaröð fyrir bestu kylfinga landsins og til að fá þátttökurétt þarf að uppfylla ákveðin forgjafar takmörk en einnig getur staða á stigalista ráðið um hvort leikmenn fái boð til þátttöku á einstökum mótum. Í lok hvers tímabils hljóta efstu kylfingar, í hvorum flokki fyrir sig, titilinn stigameistarar GSÍ. Mótaröðin er samstarfsverkefni Golfsambands Íslands, golfklúbba landsins og traustra samstarfsaðila en mótaröðin hefur vaxið hratt á undanförnum árum, bæði í umgjörð og styrk keppenda.

Íslandsmótið í golfi hefur verið hátindur tímabilsins en þar er leikið um Íslandsmeistaratitilinn í höggleik sem er án efa eftirsóttasti titill sem völ er á í íslensku golfi.

Til mikils er að vinna en verðlaun á mótaröðinni eru glæsileg og umgjörð mótanna er með því besta sem gerist ásamt því að afreksstjóri GSÍ fylgist vel með árangri leikmanna og styðst við það í vali sínu á leikmönnum sem sendir eru í verkefni erlendis á vegum GSÍ.

Golfsamband Íslands vill koma fram þökkum til allra þeirra sem koma að mótahaldi GSÍ. Mótaröð sem þessi er ekki möguleg án góðrar samvinnu golfklúbba, dómara, samstarfsaðila og GSÍ.


 UNGLINGAMÓTARÖÐIN  - “Þar sem stjörnur verða til”

Mótaröðin er fyrir framtíðar kylfinga 21 ára og yngri sem komnir eru með reynslu af keppnisgolfi í sínum heimaklúbbi á Áskorendamótaröð og tilbúnir að taka næstu skref. Mótaröðin inniheldur alls 5 mót á hverju tímabili og haldinn er sérstakur stigalisti yfir stöðu leikmanna á mótaröðinni sem er uppfærður eftir hvert mót. Í lok tímabils er efstu leikmönnum hvers aldursflokks veitt verðlaun fyrir stigameistara titil GSÍ. Mótaröðin er samstarfsverkefni Golfsambands Íslands og þeirra golfklúbba sem halda mótin, en mótaröðin hefur vaxið hratt á undanförnum árum bæði í umgjörð og styrk keppenda. Elstu aldursflokkarnir hefja því keppni einum degi fyrr en aðrir keppendur. Alls eru keppnisflokkarnir fjórir hjá báðum kynjum á mótaröðinni, 19-21 ára, 17-18 ára, 15-16 ára og 14 ára og yngri.


ÁSKORENDAMÓTARÖР - “Það er gaman í golfi”

Leikfyrirkomulag mótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd unglinga mótaraðar fyrir ungra kylfinga. Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku væntanlegra framtíðarkylfinga. Hér á að vera gaman á vellinum og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt og gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum umgjörð móta.

Helstu atriði sem lagt verður upp með:

Ræst er út samtímis af öllum teigum á tveimur tímasetningum fyrir og eftir hádegi. Ef fjöldi þátttakenda fer yfir 54 verður ræst út með hefðbundnum hætti.

Kylfuberar eru leyfðir. Sjá almennar reglur um kylfubera.

Höggleiks afbrigði: eftir 9 högg er skylda að taka upp og skrifa 10 högg.

Í yngsta flokknum, ef bolti týnist er lausnin eins og um hliðarvatnstorfæru væri að ræða. Eitt högg í víti þar sem boltinn fór inn í runna eða þ.h. og leikið áfram.

**Mótin eru ekki stigamót og gilda leiknir hringir ekki til forgjafar.**
Mótaskrá, stigalista og reglugerðir einstakra móta er að finna á golf.is


Með kveðju
mótanefnd GSÍ