Site Logo

Golf.is

Golf.is

Golfið er ein af þeim íþróttagreinum sem virkilega nýtur góðs af því hvað upplýsingatækninni fleygir hratt fram. Með tilkomu golf.is sem er miðlægt tölvukerfi var klúbbum og kylfingum auðveldað til muna allt utanumhald um mót, forgjöf og rástímaskráningu svo eitthvað sé nefnt. Vefurinn hefur verið sniðinn að þörfum íslenskra kylfinga og er stöðugt í endurskoðun.

Umferð á golf.is eykst stöðugt og er vefurinn einn mest sótti vefur landsins yfir sumartímann. Umferðin nær hámarki í kringum íslandsmótið og sveitakeppnir GSÍ. Í júlímánuði líta um 450.000 kylfingar inn á golf.is. Heildarfjöldi flettinga í júní, júlí og ágústmánuði eru um 11 milljónir.

Lykiltölur frá maí til september:

Skráðir notendur: 17.000
Daglegir notendur:
5.000 - 7.000
Heimsóknir: 2.000.000
Flettingar:
16.000.000
Forgjafarhringir: 130.000
Mót:
1.400

Hér má sjá helstu upplýsingar um auglýsingapláss fyrir forsíðu. Hægt er að hafa samband við Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is ef þú vilt fá upplýsingar um fleiri auglýsingatækifæri.