Site Logo

Fréttir

Haukur Örn kjörinn í stjórn Evrópska golfsambandsins - fyrsti Íslendingurinn í stjórn EGA

14.11.2015 11:45 Haukur Örn kjörinn í stjórn Evrópska golfsambandsins - fyrsti Íslendingurinn í stjórn EGA

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, var í dag kosinn í stjórn Evrópska golfsambandsins, EGA, á ársþingi sambandsins sem fram fer í St. Andrews í Skotlandi.

 „Ég er afar stoltur af því hafa verið valinn til forystu hjá Evrópska golfsambandinu og lít á það sem mikla viðurkenningu á því góða starfi sem unnist hefur í golfhreyfingunni á Íslandi undanfarin ár. Eftir því er tekið á alþjóðlegum vettvangi og ég hlakka til að fá tækifæri til þess að miðla þekkingu milli íslenskra og annarra evrópskra golfklúbba“, sagði Haukur Örn í kjölfar kosningarinnar.

 Haukur Örn er fyrsti Íslendingurinn sem tekur sæti í stjórn Evrópska golfsambandsins. Hann var tilnefndur sem fulltrúi Norðurlandanna og austur-Evrópu í þessu kjöri. 



Haukur Örn Birgisson (1).jpg

Til baka