Site Logo

Fréttir

Birgir Leifur byrjaði ekki vel á lokaúrtökumótinu á Spáni

14.11.2015 14:27 Birgir Leifur byrjaði ekki vel á lokaúrtökumótinu á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG byrjaði ekki vel á fyrsta keppnisdeginum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir lék fyrsta hringinn á 74 höggum eða +4. Hann fékk þrjá skolla (+1), einn skramba (+2) og einn fugl. 

Hann er sem stendur í 147. sæti af alls 156 kylfingum sem leika um 25 laus sæti á Evrópumótaröðinni. Alls verða leiknir sex hringir á mótinu og að loknum fjórða hring verður keppendum fækkað í 70.

Staðan á mótinu:

 

Screenshot (31).png

Áhugaverðar staðreyndir um lokaúrtökumótið 2015:

156 keppendur frá 26 löndum.

43 keppendur sem komust í gegnum 1. og 2. stig úrtökumótsins, Birgir Leifur Hafþórsson er einn þeirra.

32 keppendur erum fyrrum sigurvegarar á Evrópumótaröðinni með samtals 58 sigra. Þar fer Jarmo Sandelin frá Svíþjóð fremstur í flokki með fimm sigra.

5 keppendur á lokaúrtökumótinu hafa sigrað á lokaúrtökumótinu áður.

Richard McEvoy (2003 Emporda), Martin Wiegele (2007 San Roque Club), Oskar Henningsson (2008), David Dixon (2011) og Carlos Del Moral (2013).

4 keppendur hafa verið efstir á stigalista Áskorendamótaraðarinnar, Mark Foster (2001), Johan Edfors (2003), Edoardo Molinari (2009) and Espen Kofstad (2012).

3 kylfingar hafa leikið með Ryderliði Evrópu á ferlinum, en eru þessa stundina að berjast fyrir tilverurétti sínum á meðal bestu kylfinga Evrópu.  Jarmo Sandelin (1999), Soren Hansen (2008) og Edoardo Molinari (2010).

18 keppendur eru eldri en 40 ára. 

4 keppendur eru yngri en 20 ára.

953 keppendur tóku þátt á úrtökumótunum í ár, á öllum þremur stigum keppninnar. 

778 keppendur tóku þátt á 1. stiginu sem er nýtt met.

93 keppendur komu beint inn á 2. stig úrtökumótsins og þar á meðal Birgir Leifur Hafþórsson.

82 keppendur komust beint inn á lokaúrtökumótið, ýmist af Áskorendamótaröðinni eða sjálfri Evrópumótaröðinni.

Peter Heblom frá Svíþjóð er leikreyndasti leikmaðurinn á lokaúrtökumótinu. Hann hefur leikið á 465 mótum á Evrópumótaröðinni.

Birgir Leifur Hafþórsson hefur leikið á 58 mótum á Evrópumótaröðinni.

Sören Hansen er sá kylfingur sem hefur unnið sér inn hæstu upphæðina í verðlaunafé á Evrópumótaröðinni af þeim sem eru á lokaúrtökumótinu. Daninn hefur unnið sér inn 1,3 milljarða kr. á ferlinum. 

Mark Foster frá Englandi hefur leikið á Evrópumótaröðinni í 14 ár í röð en hann er á meðal keppenda á lokaúrtökumótinu í ár.

Þjóðverjinn Dominic Foss er yngsti leikmaðurinn á lokaúrtökumótinu en hann er 18 ára gamall.

Jarmo Sandelin frá Svíþjóð er elsti keppandinn á lokaúrtökumótinu en hann er 48 ára gamall. 

Cesar Costillo frá Argentínu er elsti nýliðinn á lokaúrtökumótinu en hann er 46 ára gamall.

Þetta er í 8. sinn í röð sem lokaúrtökumótið fer fram á PGA Catalunya Resort á Spáni.

Lokaúrtökumótið er það 40. frá upphafi en það fór fyrst fram árið 1976.





Til baka