Site Logo

Fréttir

Birgir Leifur: „Fyrsti keppnisdagurinn fór alveg með möguleika mína“

17.11.2015 17:31 Birgir Leifur: „Fyrsti keppnisdagurinn fór alveg með möguleika mína“

„Fyrsti keppnisdagurinn fór alveg með möguleika mína. Ég púttaði 40 sinnum, var með 5 þrípútt og sjálfstraustið var ekki mikið. Ég gaf aldrei upp og fann taktinn aftur í púttunum, en ég náði ekki að nýta þau færi sem ég kom mér í,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson við golf.is eftir að hann féll úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina á Spáni. 

Lokastaðan


Screenshot.png

 

Birgir lék fjórða hringinn á -2 eða 68 höggum en það dugði ekki til og endaði hann á +3 samtals (74-72-73-68). Þeir kylfingar sem náðu að vera í einu af 70 efstu sætunum leika tvo hringi til viðbótar og að þeim loknum fá 25 efstu keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Birgir endaði í 106. sæti af alls 156 kylfingum sem komust inn á lokaúrtökumótið á PGA Catalunya á Spáni.

 

Hann var ánægður með margt í leik sínum og þá sérstaklega sláttinn með járnunum. „4-járnið var í uppáhaldi, ég var þrisvar nálægt því að fara holu í höggi með því járni. Annars er þetta súrt að ná ekki lengra, en á þessu getustigi þá kemst maður ekki upp með það að pútta eins og ég gerði á fyrsta hringnum. Það fór með möguleika mína.“ Birgir vill nota tækifærið og þakka fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið á þessu tímabili. „Ég vil þakka vini mínum Inga Rúnari Gíslasyni fyrir aðstoðina á lokamótinu sem kaddý. Forskot afrekssjóður og GKG hafa stutt mig ómetanlega, og síðast en ekki síst fá elskuleg eiginkona mín og börn þakkir fyrir endalausan stuðning og trú á mér.“

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá Inga Rúnari Gíslasyni, sem var aðstoðarmaður Birgis í þessu móti: 

11058115_10206435790188268_5951108208123388131_n.jpg

11988766_10206435788268220_1770652297499800497_n.jpg12196321_10206435787708206_2749137373246675288_n.jpg12239977_10206435787188193_4482594842746743625_n.jpg12115452_10206436907576202_7840678137529783598_n.jpg12249897_10206436906656179_7199807259763555145_n.jpg








Til baka